Ábyrgð á Icesave?

Kæri Íslendingur.
Ég hvet þig til að láta þína skoðun í ljós á http://kjosum.is/ .

Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi þegar Íslensk erfðagreining átti að fá ríkisábyrgð á lánaskuldbindingum.............

Ef forseti vor staðfestir þá ósvinnu sem alþingi hefur samþykkt með svokölluðu "Icesave frumvarpi" ............þá staðfestir hann jafnframt að stjórnendur einkarekinna banka hafi með réttu getað skuldbundið land, þjóð og komandi kynslóðir til þess að taka ábyrgð á rekstri viðkomandi banka án þess að þurfa að spyrja kóng né prest.

Íslendingar lögleiddu reglugerðir evrópusambandsins um Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta (http://www.tryggingarsjodur.is/UmSjodinn/) eins og krafist var af Evrópusambandinu á sínum tíma.
Ekkert í lögum um sjóðinn kveður á um ríkisábyrgð en þar er m.a. að finna eftirfarandi..... Skv. lögum um sjóðinn skal heildareign innstæðudeildar nema a.m.k. 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári og heildareign verðbréfadeildar nema a.m.k. 100 m.kr.

Ábyrgð sjóðsins ætti ekki að vera meiri en sem nam greiðsluþoli sjóðsins eins og það var við hrun íslenska bankakerfisins og þá í þeirri tímaröð sem bankar fóru á hausinn þar til tryggingafé sjóðsins var uppurið, fyrstir koma fyrstir fá.
Ef að sjóðnum hefði verið ætlað að takast á við afleiðingar bankakerfishruns eins og varð á Íslandi þá hefði sjóðurinn þurft að vera margfalt stærri en regluverk Evrópusambandsins sagði til um.
Um er að ræða handvömm Evrópusambandsins og það er ekki Íslendinga að súpa seiðið af því.

Baráttukveðja,
Snorri Hreggviðsson


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband